Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 22. ágúst 2020 16:31
Arnar Laufdal Arnarsson
Steven Lennon: Þetta var fullkomið
Þrenna í dag hjá Lennon
Þrenna í dag hjá Lennon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við FH og HK í 13. umferð Pepsi-Max deildar karla en þar enduðu leikar með 4-0 sigri FH-inga.

„Þetta er fullkomið, þrjú mörk líka hjá mér, þrjú mörk og þrjú stig og gott veður, bara geggjað," sagði Steven Lennon sáttur í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 4 -  0 HK

FH er með 13 stig af 19 mögulegum síðan að Eiður og Logi tóku við, hvað hefur breyst síðan þeir tóku við liðinu?

„Við höfum hækkað tempóið og við höfum æft aðeins meira og fá auka kílómetra í fæturna, þótt við kannski lítum út fyrir að vera þreyttir inn á vellinum en ég er kannski ekki viss, bara tempóið sett hærra og það hefur sýnt sig inn á vellinum og úrslitin hjá okkur hafa verið góð."

FH-ingar hafa bætt við sig Eggerti Gunnþóri, Loga Tómassyni og Ólafi Karl Finsen. Er krafan sett á Íslandsmeistaratitil í ár?

„Við sjáum til, það er bara helmingur búinn af þessu og það er mikið eftir. Það eru nokkur lið fyrir ofan okkur, nokkur fyrir neðan okkur og við erum með virkilega gott lið, en það er alltaf gott að fá auka leikmenn í hópinn eins og Eggert, hann er mjög kröfuharður og sýnir fordæmi með mikilli hörku og með að vinna seinni bolta, það vantaði hjá okkur þannig hann passar fullkomlega inn í þetta hjá okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir