Í dag áttust við FH og HK í 13. umferð Pepsi-Max deildar karla en þar enduðu leikar með 4-0 sigri FH-inga.
„Þetta er fullkomið, þrjú mörk líka hjá mér, þrjú mörk og þrjú stig og gott veður, bara geggjað," sagði Steven Lennon sáttur í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.
„Þetta er fullkomið, þrjú mörk líka hjá mér, þrjú mörk og þrjú stig og gott veður, bara geggjað," sagði Steven Lennon sáttur í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 4 - 0 HK
FH er með 13 stig af 19 mögulegum síðan að Eiður og Logi tóku við, hvað hefur breyst síðan þeir tóku við liðinu?
„Við höfum hækkað tempóið og við höfum æft aðeins meira og fá auka kílómetra í fæturna, þótt við kannski lítum út fyrir að vera þreyttir inn á vellinum en ég er kannski ekki viss, bara tempóið sett hærra og það hefur sýnt sig inn á vellinum og úrslitin hjá okkur hafa verið góð."
FH-ingar hafa bætt við sig Eggerti Gunnþóri, Loga Tómassyni og Ólafi Karl Finsen. Er krafan sett á Íslandsmeistaratitil í ár?
„Við sjáum til, það er bara helmingur búinn af þessu og það er mikið eftir. Það eru nokkur lið fyrir ofan okkur, nokkur fyrir neðan okkur og við erum með virkilega gott lið, en það er alltaf gott að fá auka leikmenn í hópinn eins og Eggert, hann er mjög kröfuharður og sýnir fordæmi með mikilli hörku og með að vinna seinni bolta, það vantaði hjá okkur þannig hann passar fullkomlega inn í þetta hjá okkur."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir