De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   lau 22. september 2018 17:13
Mist Rúnarsdóttir
Óli G. eftir kveðjuleikinn: Á tímapunkti áttum við alla bikara sem voru í boði á landinu
Kvenaboltinn
Óli og þjálfarateymið kveðja Stjörnuliðið með sigri
Óli og þjálfarateymið kveðja Stjörnuliðið með sigri
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þær skila þessu vel. Það var gaman að spila í þessu frábæra veðri sem við höfum verið að bíða eftir í allt sumar. Ég er mjög ánægður með að vinna 2-0 og halda hreinu. Ég er líka ánægður með margt í sumar hjá okkur. Seinni umferðin búin að vera frábær. Ég held við séum búin að skora 24 mörk og fá 5 á okkur. Ef við hefðum spilað svoleiðis í allt sumar værum við að gera eitthvað annað í dag held ég,“ sagði Ólafur Guðbjörnsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur á Þór/KA í lokaleik sínum með liðið en hann gaf það út á dögunum að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þór/KA

„Þessi fimm ár eru náttúrulega búin að vera frábær. Við erum búin að vinna mótið tvisvar og vinna bikarinn tvisvar, þar að auki tvisvar í viðbót í úrslitum og við höfum komist lengst af öllum í Meistaradeildinni. Á tímapunkti áttum við alla bikara sem voru í boði á landinu,“ sagði Óli um tíma sinn hjá félaginu. Aðspurður segist hann ekkert hafa ákveðið um hvað tekur við hjá honum annað en að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

„Það er ekkert ákveðið og ég hef ekki rætt við einn eða neinn. Ég ætla að klára þetta og njóta þess að fara í frí. Ég er alveg til í að vera í fríi á næsta ári en ef það kemur eitthvað áhugavert þá skoða ég það. Ég hef ekkert ákveðið nema að eyða aðeins meiri tíma með fjölskyldunni.“

Staða landsliðsþjálfara er laus og Óli sagðist ekkert hafa leitt hugann að því starfi.

„Ég hef bara ekki velt því fyrir mér. Ég ákvað að klára þetta og treysti þeim innfrá til að velja rétt fólk í þetta.“

Óli var að lokum spurður út í fjarveru Telmu Hjaltalín en hún meiddist illa í leik gegn FH í síðustu umferð.

„Því miður sleit Telma krossband í þriðja skipti á sama hnéinu á móti FH. Það er alveg ömurlegt og setur svartan blett á þetta sumar hjá okkur. Bæði þetta og meiðsli Hörpu. Það er ömurlegt að upplifa þetta með leikmanninum og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist í þriðja skiptið. Hún var komin á hrikalega flottan stað og Harpa var það líka. Þetta er það leiðinlegasta við þetta og setur blett á þennan lokapunkt hér í dag og ég er miður mín yfir þessu.“

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner