Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 22. september 2020 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Eiður mætti Arnóri: Hefði fyrirgefið honum að skora eitt mark
Arnór Borg í baráttu við Guðmund Kristjánsson í leiknum í gær.
Arnór Borg í baráttu við Guðmund Kristjánsson í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Það var æðislegt," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH við Fótbolta.net í gærkvöldi aðspurður um hvernig hafi verið að mæta litla bróður sínum.

FH vann 1 - 4 sigur á Fylki í gærkvöldi en í byrjunarliði Fylkis var Arnór Borg Guðjohnsen hálfbróðir Eiðs Smára. Þeir eru synir goðsagnarinnar Arnórs Guðjohnsen.

„Ég vil að honum gangi sem best og ég hefði sennilega fyrirgefið honum ef hann hefði skorað eitt, bara meðan við vinnum," sagði Eiður Smári eftir leikinn.

Arnór Borg gekk í raðir Fylkis í vetur frá Swansea á Englandi. Hann hefur spilað 14 leiki í deildinni í sumar og skorað eitt mark. Þá hefur hann skorað tvö mörk í jafnmörgum bikarleikjum.

Viðtalið við Eið Smára má sjá í spilaranum að neðan.
Eiður Smári: Fannst við aldrei lenda undir pressu
Athugasemdir
banner
banner
banner