Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 22. september 2020 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henderson: Dreymt um þetta allt mitt líf
„Mig hefur dreymt um þetta allt mitt líf," skrifaði Dean Henderson, markvörður Manchester United, á Twitter í kvöld.

Henderson var að leika frumraun sína í keppnisleik með Man Utd þegar hann varði mark liðsins gegn Luton Town í deildabikarnum í kvöld.

Leikurinn endaði með 0-3 útisigri United og er liðið komið í 4. umferð keppninnar. Henderson hélt því hreinu í frumraun sinni.

„Ótrúleg tilfinning að þreyta frumraunina fyrir félagið sem ég elska!! Hreint lak og sigur ofan á það!!!" bætti Henderson við.

Sjá einnig:
Fletcher: Dean Henderson sýndi í frumrauninni að svarið er já
Einkunnir Manchester United: Henderson að setja pressu á de Gea?

Athugasemdir
banner