Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 22. september 2020 22:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Manchester United: Henderson að setja pressu á De Gea?
Manchester United lagði Luton í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld og er komið áfram í 4. umferð.

ManchesterEveningNews gaf leikmönnum Manchester United einkunnir fyrir frammistöðuna í kvöld. Einnig fylgir athugasemd með flestum leikmönnunum.

Það voru þeir Juan Mata, Marcus Rashford og Mason Greenwood sem skoruðu mörk United í 0-3 útisigri.

Einkunnir Man Utd:
Dean Henderson - 8, talar mun meira en de Gea og varði vel undir lokin, var með mikið sjálfstraust. Fletcher: Henderson sýndi í frumrauninni að svarið er já

Aaron Wan-Bissaka - 5, er ekki leikmaður Crystal Palace lengur.
Eric Bailly - 7, gæti verið að slá út Lindelöf.
Harry Maguire - 6
Brandon Williams - 6, betri í seinni hálfleik.

Fred - 6, gæti byrjað gegn Brighton.
Donny van de Beek - 6
Juan Mata - 6, eini leikmaðurinn sem hefur skorað á öllum tímabilum eftir að Ferguson hætti.
Jesse Lingard - 7, nálægt því að skora.

Odion Ighalo - 5, farþegi í fyrri hálfleik.

Varamennirnir Bruno Fernandes, Marcus Rashford og Mason Greenwod - 7.
Athugasemdir
banner