Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 22. september 2021 12:46
Elvar Geir Magnússon
Derby í greiðslustöðvun og fær tólf stiga refsingu
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Derby County er komið í greiðslustöðvun og hefur fengið tólf stiga refsingu frá ensku deildinni.

Wayne Rooney er stjóri Derby en liðið fer nú á botn Championship-deildarinnar með -2 stig.

Eigandinn Mel Morris segir að félagið hafi komið illa út úr Covid-19 faraldrinum og hefur hann verið að ræða við leikmenn og starfslið síðustu tvo daga enda eru stöður þeirra í óvissu.

Farin er af stað vinna til að reyna að bjarga félaginu og auglýst hefur verið eftir áhugasömum fjárfestum.

Allt kapp sé lagt á að tryggja það að liðið klári tímabilið í Championship og aðilar finnist svo félaginu og starfsfólki þess verði bjargað.
Athugasemdir
banner
banner
banner