Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. september 2022 10:13
Örvar Arnarsson
Austurríki
Salomon Rondon meðal þeirra sem Ísland mætir í dag
Salomon Rondon er í leikmannahópi Venesúela.
Salomon Rondon er í leikmannahópi Venesúela.
Mynd: EPA
Í Vínarborg í Austurríki leikur Ísland vináttulandsleik við Venesúela í dag. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Ísland hefur aldrei áður mætt Venesúela í landsleik. Lið Venesúela er sem stendur í 56. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 63. sæti.

Lestu um leikinn: Venesúela 0 -  1 Ísland

Flestir í leikmannahópi Venesúela spila í Suður-Ameríku eða í bandarísku MLS-deildinni. Þar eru þó nokkur nöfn úr evrópska fótboltanum sem fólk ætti að þekkja.

Þar á meðal er Salomon Rondon, sóknarmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann er markahæsti landsliðsmaður Venesúela frá upphafi með 35 mörk í 89 leikjum.

Fyrirliði Venesúela heitir Tomas Rincon og spilar fyrir Sampdoria á Ítalíu. Hann er 34 ára og hefur spilað 118 landsleiki.

Ísland leikur tvo leiki í þessum glugga, aðalmálið er leikur við Albaníu í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram í Tirana þriðjudaginn 27. september og gæti endað sem úrslitaleikur um sæti í A-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner