Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fim 22. september 2022 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sara meiddist ekki - Slepptu því að taka einhverja áhættu
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, lék ekki með Juventus í Meistaradeildinni á dögunum. Fjallað var um að hún hefði meiðst í upphitun.

Það voru einhverjar vangaveltur með það hvort hún yrði í landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag; hópurinn sem mætir annað hvort Belgíu eða Portúgal í einum leik um sæti á HM á næsta ári. En það var aldrei spurning.

„Hún meiddist raunverulega ekki í upphitun. Hún var búin að vera eitthvað stíf fyrir leikinn og fann í upphitun að hún yrði ekki klár í leikinn," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Það var tekin ákvörðun um að hvíla hana í þessum leik, ekki taka neina áhættu með að þetta yrði eitthvað verra."

Sara ætti því að vera klár í leikinn mikilvæga sem eru mjög góð tíðindi.

Hægt er að sjá hópinn í heild sinni með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner