Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 22. september 2023 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea tekur sama númer og fyrirmyndirnar tvær
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í byrjunarliði Íslands gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld.

Karólína er komin með nýtt númer á bakinu í kvöld. Frá því hún vann sér inn fast sæti í liðinu þá hefur hún vanalega klæðst treyju númer átta, en í kvöld er hún númer tíu.

Hún fær þetta númer þar sem Dagný Brynjarsdóttir er að fara að eignast sitt annað barn.

Dagný hefur lengi verið númer tíu í landsliðinu en núna fær Karólína Lea þetta flotta númer á bakið.

Karólína hefur talað um það að sínar tvær helstu fyrirmyndir í fótboltanum séu Dóra María Lárusdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson, frændi hennar. Þau tvo voru lengi með þetta númer í íslenska landsliðsbúningnum.

Karólína verður í eldlínunni núna klukkan 18:00 en þá verður flautað til leiks á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner