Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 22. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Fjórar breytingar prófaðar í 5. flokki karla og kvenna
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Faxaflóa-og Reykjavíkurmótum fimmta flokks í vetur verða prófaðar fjórar breytingar. Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari hjá U-21 árs landsliði Íslands, ræðir um þessar breytingar í Fréttablaðinu í dag.

Sparkað verður inn í stað innkasts, fleiri hálfleikir verða, þeir sem eru að byrja sinn fótboltaferil spila á minni velli og þjálfarar dæma leikina hjá þeim sem eru í D-liðum til að geta gefið leikmönnum ráðleggingar inni á vellinum.

„Við erum búin að funda oft með yfirþjálfurum yngri flokka þar sem við höfum verið að ræða hluti sem geta stuðlað að því að við búum til aðeins betri leikmenn„“ segir Arnar við Fréttablaðið.

„Félögin vilja prófa þetta og þessi mót eru ekki á vegum KSÍ. Félögin og yfirþjálfararnir eru þarna að prófa sig áfram með nýja hluti og ég fagna því. Þetta var hugmynd sem kemur frá mér og rauði þráðurinn í mínu starfi er að vera í samstarfi við félögin þannig að hægt sé að efla íslenska knattspyrnu. Það er hollt og gott að ræða saman og tala um hlutina og prófa eitthvað nýtt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner