Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. október 2021 09:56
Elvar Geir Magnússon
Bálreiðir og höfnuðu treyju frá fyrirliðanum
Leikmenn Roma biðjast afsökunar.
Leikmenn Roma biðjast afsökunar.
Mynd: Getty Images
Bodö/Glimt burstaði Roma mjög óvænt 6-1 í Sambandsdeildinni í gær. Um 400 stuðningsmenn Roma ferðuðust til Noregs á leikinn og horfðu á sitt lið vera niðurlægt.

Óhætt er að segja að stuðningsmenn Roma hafi verið bálreiðir og létu þeir sína menn heyra það. Eftir leik fóru leikmenn upp að stúkunni til að biðjast afsökunar.

Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, reyndi að gefa treyjuna sína sem sáttargjöf en fólkið í stúkunni hreinlega afþakkaði hana, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan.

Einhver orðaskipti áttu sér stað milli Tammy Abraham og eins áhorfanda en þeir skildu sáttir að lokum og tókust í hendur.

„Það er lítið sem ég get sagt. Ég get bara beðist afsökunar. Við sögðum það sem þurfti að segja í klefanum og skildum það eftir þar. Við þurfum að læra af þessari niðurlægingu," sagði Pellegrini eftir leik.

Þetta var stærsti ósigur Jose Mourinho á stjóraferli hans og eftir leikinn sagði hann að Roma væri bara með þrettán alvöru leikmenn en svo sé gjá niður í næstu menn. Mourinho hvíldi marga í leiknum í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner