fös 22. október 2021 09:06
Elvar Geir Magnússon
Borghildur áfram varaformaður KSÍ
Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ.
Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tillaga Vöndu Sigurgeirsdóttir formanns KSÍ um Borghildi Sigurðardóttur sem fyrsta varaformann og Valgeir Sigurðsson sem annan varaformann var samþykkt á fundi stjórnar KSÍ þann 11. október.

Borghildur og Valgeir voru bæði í stjórninni sem sagði af sér en þau buðu sig fram að nýju í bráðabirgðastjórnina sem sett var saman á sérstöku aukaþingi.

Á fundinum var rætt um skipan varaformanna og skipan í nefndir. Nýir formenn voru skipaðir í nefndir og í einstaka tilfellum var nýjum aðilum bætt við, en eftir stendur að skipa í nokkur sæti og verður það gert á næsta fundi.

Auk varaformennskunnar er Borghildur formaður landsliðsnefndar kvenna og fjárhags- og endurskoðunarnefndar. Valgeir er formaður mótanefndar.

Þóroddur Hjaltalín er áfram formaður dómaranefndar og Ásgrímur Helgi Einarsson er nýr formaður landsliðsnefndar karla svo eitthvað sé nefnt en skipunina í nefndirnar má sjá í fundargerðinni.

Núverandi stjórn starfar fram að næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner