Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. október 2021 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrvalsdeildarfélag í Skotlandi skoðar Ísak Snæ
Ísak var lykilmaður hjá ÍA í sumar.
Ísak var lykilmaður hjá ÍA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson er að æfa með skoska úrvalsdeildarfélaginu Livingston.

David Martindale, þjálfari Livingston, greinir frá þessu í samtali við Daily Record.

Ísak Snær, sem er U21 landsliðsmaður, átti gott tímabil með ÍA í efstu deild á Íslandi. Hann var öflugur, sérstaklega á lokasprettinum þegar ÍA náði að bjarga sér frá falli og koma sér í bikarúrslit. Í úrslitaleik Mjólkurbikarsins tapaði liðið fyrir Víkingi Reykjavík.

Ísak er tvítugur að aldri og er hann samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich.

Hann þekkir ágætlega til í Skotlandi eftir að hafa verið á láni hjá St. Mirren - sem er einnig í úrvalsdeildinni - í fyrra.

Martindale segir að Livingston sé að skoða Ísak fyrir janúargluggann. Hann er að hugsa um að bæta við sig nokkrum leikmönnum og gæti Mosfellingurinn verið þar á meðal.

Livingston er sem stendur í tíunda sæti skosku úrvalsdeildarinnar, af tólf liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner