Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bolton fékk skilorðsbundin dóm fyrir að mæta ekki í tvo leiki
Mynd: Getty Images
Bolton fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að mæta ekki til leiks í tveimur leikjum, gegn Brentford á síðustu leiktíð og gegn Doncaster á þessu tímabili.

Dómur í málinu féll í dag og var niðurstaðan sú að fimm stig yrðu tekin af Bolton, en dómurinn skilorðsbundinn í 18 mánuði.

Félagið missir ekki stigin nema að það brjóti aftur af sér, með því að mæta ekki til leiks í einhvern leik, á næstu 18 mánuðum.

Bolton fékk líka 20 þúsund punda sekt fyrir Brentford leikinn og 50 þúsund punda sekt fyrir Doncaster leikinn. Helmingurinn af báðum sektum er skilorðsbundinn í 18 mánuði.

Bolton var í miklum fjárhagsvandræðum og neituðu leikmenn aðalliðsins að spila undir lok síðasta tímabils þar sem þeir fengu ekki greitt fyrir vinnu sína.

Í ágúst var síðan leik liðsins gegn Doncaster frestað þar sem félagið óttaðist um velferð leikmanna. Leikmenn úr unglingaliði Bolton spiluðu fyrstu leiki liðsins á tímabilinu áður en nýir eigendur tóku við.

Bolton tók ákvörðun um að fresta leiknum án þess að láta deildina eða Doncaster vita.

Bolton byrjaði þetta tímabil með -12 stig vegna fjárhagsvandræða og var á ákveðnum tímapunkti útlit fyrir að félagið væri á leið í gjaldþrot - eins og Bury.

En á síðustu stundu komu inn nýir eigendur og er Bolton núna með eitt stig á botni C-deildarinnar. Bolton hefur unnið þrjá leiki í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner