fös 22. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho fær fullt af skilaboðum - Woodward sendi á hann
Mynd: Getty Images
Síminn stoppar ekki á Jose Mourinho þessa dagana en hann er að fá mikið af skilaboðum frá fyrrum samstarfsfólki hjá öðrum félögum.

Mourinho tók við Tottenham í vikunni og það rignir yfir hann hamingjuóskum. Ed Woodard, varaformaður Manchester United, sendi Mourinho meðal annars skilaboð en Woodward rak Portúgalann úr starfi hjá United í desember í fyrra.

„Ég er að fá skilaboð frá öllum úti um allt. Kannski nýti ég tækifærið hér oog biðst afsökunar á að svara ekki 500 þeirra. Ég er með 700 skilaboð en hef einungis haft tíma til að svara 200," sagði Mourinho við Sky Sports.

„Það var áhugavert að sjá að hjá síðasta félagi mínu sýndu margrir mér virðingu og samhug. Það var gott."

„Þeir sýndu allir virðingu Einn af þeim fyrstu sem sendi var Richard Arnold (markaðsstjóri United). Sá þriðji, fjórið eða fimmti var Ed Woodward. Þeir voru yfirmenn mínir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner