Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. nóvember 2020 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Aron skoraði í tapi gegn lærisveinum Xavi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Al Arabi tapaði fyrir Al Sadd í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Lærisveinar Xavi í Al Sadd reyndust sterkari í leiknum og var staðan 2-0 í hálfleik. Spænski miðjumaðurinn Santi Cazorla skoraði annað mark Al Sadd.

Al Sadd komst í 3-0, en Aron Einar minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu.

Markið má sjá neðst í fréttinni.

Mark Arons kom þegar rúmlegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma, en lærisveinar Heimis Hallgrímssonar komust ekki lengra. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Al Sadd sem er á toppi deildarinnar með 16 stig. Al Arabi er í tíunda sæti með fimm stig eftir sex leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner