Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. nóvember 2021 14:25
Elvar Geir Magnússon
Carrick: Ég og Solskjær erum mjög líkir
Michael Carrick og Bruno Fernandes.
Michael Carrick og Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Solskjær og Carrick.
Solskjær og Carrick.
Mynd: EPA
Michael Carrick er tekinn við stýrinu á Old Trafford tímabundið og mun stýra Manchester United í leiknum gegn Villarreal í Meistaradeildinni á morgun.

Carrick var aðstoðarmaður Ole Gunnar Solskjær sem var rekinn í gærmorgun.

„Þetta eru tilfinningaríkir dagar fyrir alla hjá félaginu. Ég hef unnið með Ole í þrjú ár og þekkt hann mun lengur. Ég veit hvaða persónu hann hefur að geyma, þau gildi sem hann er með, á hvað hann trúir og hvernig hann kemur fram við fólk," segir Carrick.

„Að sjá Ole missa starfið í gær var erfitt fyrir mig og fyrir marga hjá félaginu. Það voru miklar tilfinningar og augljóst hvaða þýðingu Ole hafði fyrir fólk. Við vitum að þetta er úrslitabransi og Ole veit það."

Hvað hefur farið úrskeiðis hjá liði sem endaði í öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili?

„Það er hægt að tína ýmislegt til en ég er ekki fyrir það að horfa til baka. Auðvitað veit ég hvað betur hefði mátt fara en það er mikilvægt að allir horfi á sjálfan sig, skoði hvað þeir geta gert betur."

Carrick var náinn aðstoðarmaður Solskjær, stýrði æfingum og vann að taktík. Eiga stuðningsmenn von á einhverjum breytingum?

„Við þurfum að bíða og sjá. Ég vann náið með Ole og við erum með svipaða sýn. Við vorum með svipaða sýn sem leikmenn og erum klárlega með svipaða sýn sem þjálfarar. Ég hef minn eigin persónuleika en ég og Ole erum líkir og því höfum við unnið saman. Það er skýrt hvernig ég vil sjá liðið spila og ég hlakka til að sjá það inni á vellinum," segir Carrick.
Athugasemdir
banner
banner