Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. janúar 2020 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder: Framtíð Henderson er hjá Manchester United
Henderson hefur verið meðal bestu markvarða úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Henderson hefur verið meðal bestu markvarða úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Dean Henderson, að láni frá Manchester United, hefur verið lykilmaður í liði Sheffield United á tímabilinu.

Frammistaða hans í ensku úrvalsdeildinni hefur vakið mikla athygli en þetta er hans fyrsta leiktíð í deild þeirra bestu. Chris Wilder, stjóri Sheffield, var spurður út í framtíð markvarðarins og svaraði að hún væri hjá Rauðu djöflunum.

„Við getum ekki keypt hann, framtíð hans er án nokkurs vafa hjá Manchester United. Ef við fáum tækifæri til að fá hann aftur til okkar að láni á næstu leiktíð þá munum við stökkva á það," sagði Wilder.

„Hann vill ekki sitja á varamannabekk. Kannski ætti ég ekki að setja þetta í fjölmiðlum en ég held ekki að hann muni endast sem varamarkvörður, hann er ekki sú týpa af leikmanni."

David De Gea er aðalmarkvörður Man Utd um þessar mundir og er samningsbundinn félaginu til 2023, með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner