Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 12:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emir Dokara spilar með Selfossi í dag
Lengjudeildin
Emir í leik með Ólsurum í fyrra.
Emir í leik með Ólsurum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emir Dokara er í byrjunarliði Selfoss sem mætir ÍBV í Fótbolta.net mótinu klukkan 13:00 í dag.

Emir ætlar ekki að spila með Víkingi Ólafsvík í Lengjudeild karla næsta sumar. Emir er 34 ára gamall reynslumikill varnarmaður sem kom fyrst hingað til lands árið 2011. Hann hefur leikið á Ólafsvík samfleytt síðan þá.

Hann mun spila annars staðar næsta sumar og er Selfoss þar möguleiki. Hann mun spreyta sig með Selfyssingum í dag.

Selfoss vann sér inn sæti í Lengjudeildinni með því að hafna í öðru sæti 2. deildar á síðustu leiktíðar.

Þess ber að geta að leikur Selfoss og ÍBV verður sýndur í beinni á Selfoss TV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner