Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. janúar 2023 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Stoltur að vera stjóri Tottenham
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham, segist rosalega ánægður hjá félaginu og talaði um að það fyllti hann stolti að stýra þessu mikilvæga félagi eins og hann orðaði það, en hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigurinn á Fulham í kvöld.

Harry Kane skoraði eina markið sem skilaði Tottenham sigrinum en liðið er nú sex stigum á eftir Manchester United í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

„Ég fékk gott svar frá leikmönnunum. Ég bað um traustleika, vilja og þrá til að berjast og sýna þrautseigju. Þetta eru góð úrslit fyrir stuðningsfólkið og við sýndum að þegar við spilum sem lið þá er erfitt að spila gegn okkur,“ sagði Conte.

„Ég er ánægður með frammistöðuna í síðustu leikjum en við töpuðum tveimur gegn Arsenal og Manchester City. Þessi sigur verður að vera byrjun á því að gefa allt í leikinn og sjá svo hvað gerist. Við verðum að reyna að halda okkur í baráttunni um Meistaradeildina og komast í næstu umferð enska bikarsins. Ef við miðum við síðasta tímabil þá höfum við haldið áfram að skora mörk en fengið á okkur 21 mark í 10 leikjum sem er auðvitað ekki jákvætt en ég er ánægður með svarið.“

„Það er mjög mikilvægt fyrir mig að sjá þetta viðhorf, þessa þrá og að allir séu að leggja hönd á plóg. Ef við viljum gera vel og halda áfram að dreyma þá er megum við ekki tapa þránni að vera lið og þegar það gerist þá verður erfitt að spila gegn okkur.“

„Á þessu tímabili er Arsenal eina liðið sem hefur ekki gengið í gegnum erfiðleika. Það er hægt að finna kafla af erfiðleikum en það er hægt að bæta sig á þessum kafla. Við erum núna í fimmta sæti deildarinnar og förum ekki fram úr okkar væntingum en á sama tíma viljum við berjast fram að síðasta leik og sjá hvað gerist,“
sagði Conte.

Framtíð Conte hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga og er gert ráð fyrir því að hann yfirgefi félagið í sumar er samningur hans rennur út. Tottenham er ekki að íhuga að bjóða honum nýjan samning.

„Ég er stoltur að vera stjóri Tottenham. Ég fékk tækifærið til að gerast stjóri hjá mjög svo mikilvægu félagi. Það fyllir mig stolti og það verður að vera öllum ljóst. Þess vegna vil ég berjast fram að síðasta degi með öllum. Við erum lið sem leggur mikið á sig og frá þeirri hlið get ég ekki sagt neitt um mína leikmenn. Á síðasta kaflanum sofnuðum við aðeins og okkur vantaði nokkur einkenni frá síðasta tímabili. Ég talaði við mína leikmenn og er ég með mjög góða leikmenn, en fyrst og fremst góða menn. Þeir skilja að við þurfum að berjast til enda til að komast í mikilvægu sætin og því verðum við að vera klárir í að þjást.“

„Þegar ég samþykkti að gerast stjóri Tottenham þá var ég svo ánægður. Á hverju augnabliki og hverri einustu sekúndu dagsins er ég að hugsa um leikmenn, félagið og hvernig við getum bætt okkur. Ég vil að stuðningsfólkið sé stolt af liðinu. Enska úrvalsdeildin er ekki einföld, heldur mjög erfið og það eru mörg félög sem eru klár í að eyða peningum í liðin. Við erum á leið í rétta átt og svo sjáum við hvað gerist. Það mikilvægasta fyrir mér er að vinna með leikmönnunum mínum og eiga í góðu sambandi við félagið,“
sagði Conte í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner