Brentford hefur hafnað tilboði frá Nottingham Forest í sóknarmanninn Yoane Wissa. Tilboðið var upp á um 22 milljónir punda.
Forest vill leikmann sem getur veitt Chris Wood samkeppni og einnig leyst hann af ef á þarf að halda. Wood er með 14 úrvalsdeildarmörk á tímabilinu en Wissa hefur skorað 11 í 19 spiluðum leikjum.
Forest vill leikmann sem getur veitt Chris Wood samkeppni og einnig leyst hann af ef á þarf að halda. Wood er með 14 úrvalsdeildarmörk á tímabilinu en Wissa hefur skorað 11 í 19 spiluðum leikjum.
Samkvæmt WyScout gögnum er Wissa einn af tíu bestu sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.
Brentford ætlar ekki að selja bestu leikmennina sína í janúar.
Nottingham Forest er einnig sagt hafa gert tilboð í Matheus Cunha, sóknarmann Wolves. Forest er tilbúið að gera Cunha að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.
Athugasemdir