Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV sækir bandarískan varnarmann (Staðfest)
Mynd: Colorado State
ÍBV tilkynnti í dag að bandaríska fótboltakonan Avery Vander Ven væri búin að skrifa undir samning við félagið. Hún mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Vander Ven er 22 ára og hefur leikið með Colorado State Rams og Texas Longhorns í háskólaboltanum síðustu ár.

Í tilkynningu ÍBV segir að um traustan varnarmann að ræða og Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta um hana að segja:

„Hún er hávaxin og er líkamlega sterkur varnarmaður sem býr yfir góðri tækni og góðum taktískum skilningi. Gott auga fyrir samleik og getur leyst fleiri stöður á vellinum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner