Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolo Muani í Juventus (Staðfest)
Randal Kolo Muani.
Randal Kolo Muani.
Mynd: Juventus
Franski sóknarmaðurinn Randal Kolo Muani er genginn í raðir Juventus frá Paris Saint-Germain.

Hann kemur á láni til Juventus út tímabilið en það var mikill áhugi á honum í þessum mánuði. Var hann meðal annars orðaður við Tottenham og Manchester United en Juventus vann baráttuna.

Juventus gæti borgað allt að 5,5 milljónir evra í lánsfé en það fer eftir því hversu vel Kolo Muani stendur sig.

Það er enginn kaupmöguleiki í þessum lánssamningi.

Kolo Muani gekk í raðir PSG sumarið 2023 eftir að hafa heillað hjá Eintracht Frankfurt. Hann skrifaði þá undir fimm ára samning.

Hann hefur ekki staðist væntingar í frönsku höfuðborginni því hann skoraði bara ellefu mörk í 54 leikjum.

Hinn 26 ára gamli Kolo Muani hefur skorað tvisvar í frönsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili en hann hefur að mestu verið notaður sem varamaður hjá PSG.

Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en liðið er samt sem áður bara í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner