Það hafði snjóað áður en Rauða stjarnan og PSV mættust í Meistaradeildinni í vikunni í Belgrad en leikmenn létu það ekki á sig fá.
Joey Veerman lagði upp bæði mörk Luuk de Jong í 3-2 sigri liðsins en liðið er í 19. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina en Rauða stjarnan er úr leik, í 32. sæti.
Veerman varð fyrir aðkasti stuðningsmanna Rauðu stjörnunnar þegar hann var að fara taka horn en þeir köstuðu snjóboltum í áttina að honum.
Leikmaðurinn lét það ekki á sig fá því De Jong skoraði annað mark liðsins eftir fyrirgjöf frá hollenska miðjumanninum. Veerman snéri sér að stuðningsmönnunum í kjölfarið og fagnaði.
Joey Veerman being pummled with snowballs thrown by Crvena Zvezda fans, after which he gives the assist to put PSV 0-2 up
byu/Rose_of_Elysium insoccer
Athugasemdir