Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Abramovich sagður þrá það að fá Haaland
Erling Haaland er einn öflugasti leikmaður heims um þessar mundir.
Erling Haaland er einn öflugasti leikmaður heims um þessar mundir.
Mynd: Getty Images
Chelsea fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar en eigandinn Roman Abramovich er ákveðinn í því að koma Chelsea aftur í fremstu röð heimsfótboltans.

TuttoMercatoWeb segir að sá rússneski sé tilbúinn að eyða enn meiri pening í leikmannakaup og efstur á óskalista hans sé norski sóknarmaðurinn Erling Haaland hjá Borussia Dortmund.

Sagt er að Abramovich sé tilbúinn að setja aðrar 260 milljónir punda í leikmannakaup.

Búist er við því að hinn 20 ára gamli Haaland muni yfirgefa Dortmund á næsta ári en þá verður 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans virkt.

Manchester United, Juventus og Real Madrid eru meðal stórliða sem munu reyna að fá Haaland.

Abramovich vill að allt verði gert til að reyna að fá Haaland til Chelsea í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner