Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Casemiro: Meira stress að spila CS:GO heldur en á Bernabeu
Casemiro
Casemiro
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur í nægu að snúast þegar hann er ekki að spila fótbolta með Real Madrid en hann er oft með streymi á Twitch þar sem hann spilar CS:Go og FIFA 21.

Casemiro hefur verið akkeri á miðjunni hjá Madrídingum síðustu ár og er án efa einn af betri miðjumönnum heimsins um þessar mundir en hann styttir sér stundir þegar hann er ekki á æfingum eða að spila.

Hann hefur verið að streyma beint á streymisveitunni Twitch en þar spilar hann tölvuleiki á borð við CS:GO og FIFA og leyfir aðdáendum sínum að vera með.

Brassinn finnur fyrir meira stressi að spila CS:GO heldur en að spila á Santiago Bernabeu, einum háværasta leikvangi Evrópu.

„Þegar ég spila Counter Strike þá verð ég meira stressaður heldur en þegar ég spila á Bernabeu. Ég finn fyrir meiri pressu þegar fólk horfir á mig spila tölvuleiki í beinni heldur en þegar ég spila fótbolta, sagði Casemiro.

„Fólk er mjög náið í þessu og þegar ég klúðra einhverju þá er hraunað yfir mig," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner