Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. mars 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand elskar Van Dijk en velur Vidic með sér
Vidic og Ferdinand.
Vidic og Ferdinand.
Mynd: Twitter
Rio Ferdinand, goðsögn hjá Manchester United, elskar Virgil van Dijk en myndi frekar velja Nemanja Vidic sér við hlið í hjarta varnarinnar.

Ferdinand og Vidic eru eitt besta miðvarðarpar sem leikið hefur saman í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir léku saman hjá Manchester United. Þeir voru saman hjá félaginu frá 2006 til 2014.

Van Dijk, sem leikur með Liverpool, er í dag besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.

Ferdinand svaraði spurningum fylgjenda sinna á Instagram. Hann var beðinn um að velja á milli Van Dijk og Vidic og sagði: „Ég verð að velja Vidic því hann var félagi minn. Hann var félagi minn."

„Ég stóð við bakið á honum og hann stóð við bakið á mér. Þannig var það bara."

„Ég elska Van Dijk og hann er besti varnarmaður í heimi núna."

Sjá einnig:
Ferdinand tæki Grealish: Það er hroki í honum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner