![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Íslenska landsliðið æfir tvisvar í Dusseldorf í Þýskalandi í dag en umdirbúiningur fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undakeppni EM 2022 á fimmtudaginn er í fullum gangi.
Í dag var það Lars Lagerback sem sá um að stýra æfingunni og hraðinn var mun meiri en á fyrstu æfingu nýs þjálfarateymis í gær.
Jóhann Berg Guðmundsson æfði með Friðrik Ellert Jónssyni sjúkraþjálfara annan daginn í röð og var því fyrir utan spilið. Þjálfarateymið býst þó enn við að hann verði leikfær á fimmtudaginn.
Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku hinsvegar báðir þátt í æfingunni í dag sem leikmenn, Eiður Smári mun meira.
„Þegar það geta ekki allir tekið fullan þátt í æfingunni er fínt að eiga leikmenn sem eru næstum því jafn góðir og við höfum hérna til að taka þátt," sagði Sverrir Ingi Ingason við Fótbolta.net eftir æfinguna um aðkomu Arnars og Eiðs.
Á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá nokkrar myndir af þeim á æfingunni.
Athugasemdir