Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. mars 2023 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldur Logi keyptur í Stjörnuna (Staðfest) - „Er einstaklega glaður"
Baldur Logi í leik með FH.
Baldur Logi í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Stjarnan fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan er búið að krækja í miðjumanninn Baldur Loga Guðlaugsson en hann kemur til félagsins frá FH. Fótbolti.net hefur fengið þær upplýsingar að Stjarnan kaupi Baldur frá FH-ingum.

Fótbolti.net sagði frá því fyrst fyrr í þessum mánuði að Baldur Logi væri ekki inn í myndinni hjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, og mætti því fara. Hann fór ekki með FH í æfingaferð til Spánar.

Baldur Logi er fjölhæfur miðjumaður sem er fæddur árið 2002 og hefur leikið fyrir FH allan sinn feril. Hann hefur spilað 55 leiki í efstu deild og skorað í þeim fjögur mörk. Einnig á hann að baki 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, U16 og U17.

Í fyrra lék hann 17 leiki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark þegar FH rétt bjargaði sér frá falli. Hann spilaði þá þrjá leiki í Mjólkurbikarnum og skoraði eitt mark.

„Ég er einstaklega glaður með að vera kominn í Stjörnuna, verkefnið sem blasir við er mjög spennandi og á sama tíma krefjandi. Ég er spenntur fyrir því að byrja og fyrir komandi sumri í Garðabænum," segir Baldur Logi, nýjasti leikmaður Stjörnunnar.

„Við erum virkilega ánægðir með komu Baldurs Loga. Hann fellur vel inn í hópinn og það sem við erum að gera og styrkir okkur í stöðum þar sem við höfum verið þunnir. Við erum spenntir að vinna með honum og ná honum á fullt í Stjörnutreyjunni," segir Jökull Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Besta deild karla hefst eftir rúmlega tvær vikur. Stjarnan fær Víking í heimsókn í fyrstu umferð. Stjarnan og FH mætast svo í annarri umferð deildarinnar.

Komnir
Andri Adolphsson frá Val
Árni Snær Ólafsson frá ÍA
Baldur Logi Guðlaugsson frá FH
Guðmundur Kristjánsson frá FH
Heiðar Ægisson frá Val
Joey Gibbs frá Keflavík
Þorbergur Þór Steinarsson frá HK

Farnir
Daníel Finns Matthíasson til Leiknis á láni
Einar Karl Ingvarsson í Grindavík
Elís Rafn Björnsson í Fylki
Ólafur Karl Finsen í Fylki
Óskar Örn Hauksson í Grindavík
Athugasemdir
banner
banner
banner