Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. mars 2023 21:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bild: Nagelsmann rekinn
Mynd: EPA
Þýski miðillinn Bild greinir frá því rétt í þessu að Julian Nagelsmann hafi verið látinn taka pokann sinn í dag. Starfi hans hjá Bayern Munchen sé lokið.

Fyrr í kvöld greindi Fabrizio Romano frá því að Bayern væri alvarlega að íhuga að reka Nagelsmann og Thomas Tuchel væri efstur á óskalista.

Ef marka má heimildir Bild er búið að reka Nagelsmann. Bild fjallar einnig um áhugann á Tuchel og því mjög líklegt að hann taki við starfinu.

Nagelsmann tók við Bayern sumarið 2021 eftir að hafa áður stýrt RB Leipzig og Hoffenheim. Tuchel hefur verið án starfs síðan hann var rekinn í semptember frá Chelsea.

Næsti leikur Bayern er gegn Dortmund, sem Tuchel þjálfaði á árunum 2015-2017.

Ráðamenn hjá Bayern voru allt annað en sáttir við leik Bayern gegn Bayer Leverkusen á sunnudag, þar hafi vantað anda og kraft í liðið og lokatölur urðu 2-1 fyrir Leverkusen. „Ég hef sjaldan séð svona," sagði Hasan Salihamidzic eftir leikinn. Bayern hefur misst af tíu stigum frá því deildin í Þýskalandi fór af stað eftir áramót. Liðið er nú í öðru sæti, stigi á eftir Dortmund.

Bayern er þá á leið í einvígi í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, gegn Manchester City. Bayern hefur unnið alla átta leiki sína í Meistaradeildinni í vetur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner