Isak, De Bruyne, Kane, Sancho, Dibling, Semenyo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. mars 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel og Rice yfir sig hrifnir af Lewis-Skelly
Lewis-Skelly fagnaði opnunarmarkinu með Ezri Konsa og Declan Rice.
Lewis-Skelly fagnaði opnunarmarkinu með Ezri Konsa og Declan Rice.
Mynd: EPA
Vinstri bakvörðurinn ungi Myles Lewis-Skelly átti magnaða frumraun með enska landsliðinu um helgina, þegar hann var í byrjunarliðinu gegn Albaníu.

Lewis-Skelly skoraði fyrsta markið í 2-0 sigri og var valinn sem besti leikmaður vallarins. Hann er aðeins 18 ára gamall og var að spila sinn fyrsta A-landsleik.

„Lewis-Skelly er algjörlega óttalaus. Hann er bara 18 ára gamall og ég geri mitt besta til að hjálpa honum," sagði Declan Rice, samherji Lewis-Skelly hjá Arsenal og í enska landsliðinu. „Ég vissi að hann myndi eiga svona góðan leik, hann er með ótrúlega mikið sjálfstraust. Ég sé hann á hverjum degi á æfingum og þetta er leikmaður sem á eftir að ná langt. Hann er rétt að byrja."

Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englendinga var einnig kátur með framlag Lewis-Skelly að leikslokum.

„Þetta er stórkostlegur leikmaður með frábæran persónuleika. Hann hefur sýnt það frá fyrsta degi sem hann mætti á æfingasvæðið að hann á skilið að vera hérna. Það er auðvelt að elska svona tegund af leikmanni, hann er frábær," sagði Tuchel eftir sigurinn gegn Albönum.
Athugasemdir
banner
banner