Átján dómarar munu starfa sem aðaldómarar á EM í Þýskalandi í sumar en UEFA hefur opinberað nöfn þeirra.
Fulltrúar Englands verða Anthony Taylor og Michael Oliver, það kemur ekki á óvart en þeir hafa verið fremstu dómarar Englendinga í mörg ár.
Besti dómari heims, Pólverjinn Szymon Marciniak, er að sjálfsögðu í hópnum en hann dæmdi úrslitaleikinn á HM síðast og síðasta úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu. Ekki er ólíklegt að hann muni svo dæma úrslitaleik EM í sumar.
Fulltrúar Englands verða Anthony Taylor og Michael Oliver, það kemur ekki á óvart en þeir hafa verið fremstu dómarar Englendinga í mörg ár.
Besti dómari heims, Pólverjinn Szymon Marciniak, er að sjálfsögðu í hópnum en hann dæmdi úrslitaleikinn á HM síðast og síðasta úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu. Ekki er ólíklegt að hann muni svo dæma úrslitaleik EM í sumar.
Artur Soares Dias (Portúgal)
Jesús Gil Manzano (Spánn)
Marco Guida (Ítalía)
Istvan Kovacs (Rúmenía)
Ivan Kruzliak (Slóvakía)
François Letexier (Frakkland)
Danny Makkelie (Holland)
Szymon Marciniak (Pólland)
Halil Umut Meler (Tyrkland)
Glenn Nyberg (Svíþjóð)
Michael Oliver (England)
Daniele Orsato (Ítalía)
Sandro Schärer (Sviss)
Daniel Siebert (Þýskaland)
Anthony Taylor (England)
Clément Turpin (Frakkland)
Slavko Vincic (Slóvenía)
Felix Zwayer (Þýskaland)
Athugasemdir