Enzo Kana-Biyik er sagður búinn að samþykkja að ganga í raðir Manchester United en það er franski miðilinn Le Parisien sem segir frá.
Kana-Biyik er að renna út á samningi hjá Le Havre í Frakklandi og getur gengið í raðir United á frjálsri sölu.
Sagt er að þessi 18 ára framherji verði svo lánaður til Lausanne í Sviss til að öðlast reynslu, en það félag er í eigu INEOS hópsins sem á hlut í United.
Kana-Biyik er að renna út á samningi hjá Le Havre í Frakklandi og getur gengið í raðir United á frjálsri sölu.
Sagt er að þessi 18 ára framherji verði svo lánaður til Lausanne í Sviss til að öðlast reynslu, en það félag er í eigu INEOS hópsins sem á hlut í United.
Enzo hefur verið valinn í U18 landslið Frakklands. Hann er sonur Andre Kana-Biyik sem spilaði 80 landsleiki fyrir Kamerún.
Enzo hefur ekki komið við sögu með aðalliði Le Havre í vetur en verið tvisvar í hópnum.
United þekkir ágætlega að fá leikmenn frá Le Havre en Paul Pogba kom til enska félagsins árið 2009.
Le Havre er í 16. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir