,,Við vorum í góðri stöðu að landa þessum sigri en því miður gekk þetta ekki upp og þeir gerðu tvö mörk í blálokin," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir 2-3 tap gegn Víkingi Ólafsvík í kvöld en gestirnir skoruðu tvö mörk í lokin og tryggðu sér sigur, það fyrra úr víti.
,,Þetta var ekki víti," sagði Gunnlaugur sem var ósáttur við vítið sem kom á 90. mínútu. ,,Mér er svo sagt að í þriðja markinu að gæinn sem skorar hafi tekið boltann með hendi líka. Það eru atvik hérna sem orka tvímælis og eru dýr í lokin."
,,Það eru stór atriði sem ráða hér úrslitum sem við teljum að hafi verið ranglega dæmd og þá er ég ekki sáttur."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir