Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 23. maí 2022 23:35
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Bjössi: „Konsept sem að mig dreymir um að gera á Selfossi"
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson
Björn Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 3-1 tap sinna kvenna á móti Stjörnunni í 6. umferð Bestu deildar kvenna, leikurinn var fyrsti tapleikur Selfoss í sumar. Þetta hafði Bjössi að segja um leikinn:

„Mér fannst seinni hálfleikurinn ágætur, mér fannst fyrri hálfleikurinn vera, hann var erfiður. Við náðum ekki að klukka þær og þetta er bara ótrúlega gott lið."


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Selfoss

„Ég var bara ágætlega sáttur við hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og svo erum við náttúrulega bara farnar að elta aftur eftir að við fáum annað markið á okkur og þú veist gefum þeim eiginlega færi á þessu þriðja marki. Mér fannst lítið á milli liðanna í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var bras." sagði Bjössi. 

Hann sagði  að þrátt fyrir erfiðan leik hafi Stjörnuliðið ekki komið sér á óvart, 

„Nei, Stjörnuliðið kom mér ekkert á óvart, við vissum að við værum svona í fyrsta skipti síðan við spiluðum við Aftureldingu í fyrstu umferð að við værum að fara mæta liði sem vill halda bolta og reyna að rúlla honum og reyna að rótera í stöðum og svona þannig að þú veist það kom okkur ekkert á óvart en það er samt erfitt.". 

Bjössi hrósaði Stjörnuliðinu og Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar, í hástert,

„Þær eru bara ótrúlega vel drillaðar af Stjána og þetta er búið að vera fjögurra ára ferli hjá honum núna þar sem að leikmenn eru komnir  inn í hlutverk og róteringar og hann er náttúrulega bara geggjaður þjálfari og veit hvað hann er að gera og er búinn að byggja upp konspet sem að mig dreymir um að gera á Selfossi og það tekur tíma. Þetta er búið að vera löng og erfið fæðing hjá þeim þó svo að þær hafi kannski alltaf verið að hamast  einhvers staðar nálægt toppnum en mér finnst þær bara vera alvöru contenderar í ár þó svo að hafi farið hægt af stað hjá þeim tímabilið, mér finnst þetta geggjað lið.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Athugasemdir
banner
banner