Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 23. maí 2022 23:35
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Bjössi: „Konsept sem að mig dreymir um að gera á Selfossi"
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson
Björn Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 3-1 tap sinna kvenna á móti Stjörnunni í 6. umferð Bestu deildar kvenna, leikurinn var fyrsti tapleikur Selfoss í sumar. Þetta hafði Bjössi að segja um leikinn:

„Mér fannst seinni hálfleikurinn ágætur, mér fannst fyrri hálfleikurinn vera, hann var erfiður. Við náðum ekki að klukka þær og þetta er bara ótrúlega gott lið."


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Selfoss

„Ég var bara ágætlega sáttur við hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og svo erum við náttúrulega bara farnar að elta aftur eftir að við fáum annað markið á okkur og þú veist gefum þeim eiginlega færi á þessu þriðja marki. Mér fannst lítið á milli liðanna í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var bras." sagði Bjössi. 

Hann sagði  að þrátt fyrir erfiðan leik hafi Stjörnuliðið ekki komið sér á óvart, 

„Nei, Stjörnuliðið kom mér ekkert á óvart, við vissum að við værum svona í fyrsta skipti síðan við spiluðum við Aftureldingu í fyrstu umferð að við værum að fara mæta liði sem vill halda bolta og reyna að rúlla honum og reyna að rótera í stöðum og svona þannig að þú veist það kom okkur ekkert á óvart en það er samt erfitt.". 

Bjössi hrósaði Stjörnuliðinu og Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar, í hástert,

„Þær eru bara ótrúlega vel drillaðar af Stjána og þetta er búið að vera fjögurra ára ferli hjá honum núna þar sem að leikmenn eru komnir  inn í hlutverk og róteringar og hann er náttúrulega bara geggjaður þjálfari og veit hvað hann er að gera og er búinn að byggja upp konspet sem að mig dreymir um að gera á Selfossi og það tekur tíma. Þetta er búið að vera löng og erfið fæðing hjá þeim þó svo að þær hafi kannski alltaf verið að hamast  einhvers staðar nálægt toppnum en mér finnst þær bara vera alvöru contenderar í ár þó svo að hafi farið hægt af stað hjá þeim tímabilið, mér finnst þetta geggjað lið.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Athugasemdir
banner