Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 23. maí 2022 23:35
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Bjössi: „Konsept sem að mig dreymir um að gera á Selfossi"
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson
Björn Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 3-1 tap sinna kvenna á móti Stjörnunni í 6. umferð Bestu deildar kvenna, leikurinn var fyrsti tapleikur Selfoss í sumar. Þetta hafði Bjössi að segja um leikinn:

„Mér fannst seinni hálfleikurinn ágætur, mér fannst fyrri hálfleikurinn vera, hann var erfiður. Við náðum ekki að klukka þær og þetta er bara ótrúlega gott lið."


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Selfoss

„Ég var bara ágætlega sáttur við hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og svo erum við náttúrulega bara farnar að elta aftur eftir að við fáum annað markið á okkur og þú veist gefum þeim eiginlega færi á þessu þriðja marki. Mér fannst lítið á milli liðanna í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var bras." sagði Bjössi. 

Hann sagði  að þrátt fyrir erfiðan leik hafi Stjörnuliðið ekki komið sér á óvart, 

„Nei, Stjörnuliðið kom mér ekkert á óvart, við vissum að við værum svona í fyrsta skipti síðan við spiluðum við Aftureldingu í fyrstu umferð að við værum að fara mæta liði sem vill halda bolta og reyna að rúlla honum og reyna að rótera í stöðum og svona þannig að þú veist það kom okkur ekkert á óvart en það er samt erfitt.". 

Bjössi hrósaði Stjörnuliðinu og Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar, í hástert,

„Þær eru bara ótrúlega vel drillaðar af Stjána og þetta er búið að vera fjögurra ára ferli hjá honum núna þar sem að leikmenn eru komnir  inn í hlutverk og róteringar og hann er náttúrulega bara geggjaður þjálfari og veit hvað hann er að gera og er búinn að byggja upp konspet sem að mig dreymir um að gera á Selfossi og það tekur tíma. Þetta er búið að vera löng og erfið fæðing hjá þeim þó svo að þær hafi kannski alltaf verið að hamast  einhvers staðar nálægt toppnum en mér finnst þær bara vera alvöru contenderar í ár þó svo að hafi farið hægt af stað hjá þeim tímabilið, mér finnst þetta geggjað lið.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Athugasemdir
banner
banner