Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   mán 23. maí 2022 23:35
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Bjössi: „Konsept sem að mig dreymir um að gera á Selfossi"
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson
Björn Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 3-1 tap sinna kvenna á móti Stjörnunni í 6. umferð Bestu deildar kvenna, leikurinn var fyrsti tapleikur Selfoss í sumar. Þetta hafði Bjössi að segja um leikinn:

„Mér fannst seinni hálfleikurinn ágætur, mér fannst fyrri hálfleikurinn vera, hann var erfiður. Við náðum ekki að klukka þær og þetta er bara ótrúlega gott lið."


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Selfoss

„Ég var bara ágætlega sáttur við hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og svo erum við náttúrulega bara farnar að elta aftur eftir að við fáum annað markið á okkur og þú veist gefum þeim eiginlega færi á þessu þriðja marki. Mér fannst lítið á milli liðanna í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var bras." sagði Bjössi. 

Hann sagði  að þrátt fyrir erfiðan leik hafi Stjörnuliðið ekki komið sér á óvart, 

„Nei, Stjörnuliðið kom mér ekkert á óvart, við vissum að við værum svona í fyrsta skipti síðan við spiluðum við Aftureldingu í fyrstu umferð að við værum að fara mæta liði sem vill halda bolta og reyna að rúlla honum og reyna að rótera í stöðum og svona þannig að þú veist það kom okkur ekkert á óvart en það er samt erfitt.". 

Bjössi hrósaði Stjörnuliðinu og Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar, í hástert,

„Þær eru bara ótrúlega vel drillaðar af Stjána og þetta er búið að vera fjögurra ára ferli hjá honum núna þar sem að leikmenn eru komnir  inn í hlutverk og róteringar og hann er náttúrulega bara geggjaður þjálfari og veit hvað hann er að gera og er búinn að byggja upp konspet sem að mig dreymir um að gera á Selfossi og það tekur tíma. Þetta er búið að vera löng og erfið fæðing hjá þeim þó svo að þær hafi kannski alltaf verið að hamast  einhvers staðar nálægt toppnum en mér finnst þær bara vera alvöru contenderar í ár þó svo að hafi farið hægt af stað hjá þeim tímabilið, mér finnst þetta geggjað lið.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Athugasemdir
banner