Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. maí 2023 23:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola vill fá niðurstöðu í ákærumálinu sem fyrst
Mynd: Getty Images

Manchester City var ákært af ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmlega 100 brot á fjárhagsreglum deildarinnar í febrúar en ekki hefur enn verið tekin nein ákvörðun í því máli.


Pep Guardiola stjóri liðsins trúir því að félagið sé saklaust en hann er orðinn þreyttur á því að þetta mál hangi yfir félaginu.

„Ég verð áfram á næstu leiktíð meðan það eru 110 brot gegn okkur. Engar áhyggjur, ég verð hér. Það sem ég vil er að úrvalsdeildin og dómarar geri eitthvað eins fljótt og hægt er. Ef við höfum gert eitthvað rangt munu allir vita það og ef við, eins og við höfum trú á, höfum gert hlutina rétt mun fólk hætta að tala um þetta," sagði Guardiola.

„Við myndum elska það ef það gerðist á morgun, væri betra í kvöld en á morgun. Vonandi eru þeir ekki of uppteknir og dómararnir geti séð báðar hliðar og ákveðið hvað sé best því að lokum veit ég að við unnum á sanngjarnan hátt, við unnum á vellinum."


Athugasemdir
banner