

ÍBV sem féll úr Bestu deildinni síðasta sumar er áfram stigalaust í Lengjudeildinni eftir tap gegn Gróttu í Eyjum í kvöld.
Þetta var fyrsti sigur Gróttu en Lovísa Davíðsdóttir Scheving lagði grunninn að sigrinum þar sem hún skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Olga Sevcova klóraði í bakkann á síðustu sekúndunum með marki beint úr hornspyrnu.
Selfoss nældi einnig í sinn fyrsta sigur í kvöld þegar liðið fékk ÍR í heimsókn.
Auður Helga Halldórsdóttir skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik en ÍR tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks.
Það var síðan Katrín Ágústsdóttir sem innsiglaði sigur Selfyssinga.
Selfoss 3 - 1 ÍR
1-0 Auður Helga Halldórsdóttir ('17 )
2-0 Auður Helga Halldórsdóttir ('19 )
2-1 Linda Eshun ('45 )
3-1 Katrín Ágústsdóttir ('80 )
Lestu um leikinn
ÍBV 1 - 3 Grótta
0-1 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('27 )
0-2 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('51 )
0-3 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('93 )
1-3 Olga Sevcova ('97 )
Lestu um leikinn

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |