Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Everton vill fá Harry Winks - Aldrei lærir Moshiri
Harry Winks
Harry Winks
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur mikinn áhuga á því að fá Harry Winks frá Tottenham Hotspur. Sky Sports hefur heimildir fyrir þessu.

Winks er kominn aftarlega í goggunarröðinni hjá Tottenham eftir að Yves Bissouma var keyptur frá Brighton.

Hann hefur aldrei náð að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá enska liðinu þó Antonio Conte hafi nú verið hrifinn af frammistöðu hans á síðasta tímabili.

Tottenham er nú reiðubúið að selja leikmanninn til Everton en hann er metinn á 20 milljónir punda.

Stuðningsmannasíða Everton, Goodison News, hefur miklar áhyggjur af þessari mögulegu fjárfestingu félagsins í ljósi þess að félagið gæti hafa brotið fjármálareglur FFP með að eyða um efni fram.

Er komið inn á það að Farhad Moshiri, eigandi félagsins, læri ekki af fyrri mistökum með því að versla leikmenn sem eru ekki að fá mikinn spiltíma annars staðar.

Félagið keypti meðal annars Dele Alli frá Tottenham í janúar fyrir 40 milljónir punda en hann náði ekki að heilla á fyrstu mánuðunum hjá félaginu.

Fjárfestingin á Winks gæti reynst of mikil áhætta miðað við spiltíma hans en hann lék aðeins rúmar 900 mínútur í deildinni á síðustu leiktíð og voru flestir leikirnir af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner