Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. júní 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Yngstur í sögu Njarðvíkur - Sló met Óskars Arnar frá síðustu öld
Freysteinn Ingi Guðnason
Freysteinn Ingi Guðnason
Mynd: Heimasíða Njarðvíkur
Freysteinn Ingi Guðnason er yngsti leikmaðurinn í sögu Njarðvíkur en hann sló félagsmetið í 6-0 sigri liðsins á Ægi í 2. deildinni í gær.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður kom inná sem varamaður á 83. mínútu leiksins í sigrinum í gær og var þar með yngsti leikmaður félagsins í sögunni.

Hann sló metið nokkuð auðveldlega en hann var 14 ára, 11 mánaða og 11 daga gamall.

Óskar Örn Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, var sá yngsti frá upphafi, en hann hóf ferilinn hjá Njarðvík og spilaði sinn fyrsta mótsleik þegar hann var 15 ára og 14 daga gamall fyrir tæpum 23 árum síðan.

Njarðvík birti lista yfir tíu yngstu leikmenn félagsins frá upphafi en listann má sjá hér fyrir neðan og má þar sjá mörg kunnug nöfn.

Yngstu leikmenn Njarðvíkur frá upphafi:
1 Freysteinn Ingi Guðnason (2007) - 14 ára, 11 mán, 11 daga.
2 Óskar Örn Hauksson (1984) - 15 ára, 14 daga.
3 Ari Már Andrésson (1996) - 15 ára, 10 mán, 11 daga.
4 Kristinn Örn Agnarsson (1983) - 16 ára, 2 mán, 22 daga.
5 Helgi Már Vilbergsson (1993) - 16 ára, 4 mán, 12 daga.
6 Gunnar Örn Einarsson (1983) - 16 ára, 6 mán, 4 daga.
7 Frans Elvarsson (1990) - 16 ára, 8 mán.
8 Kristinn Björnsson (1987) - 16 ára, 8 mán.
9 Ingvar Jónsson (1989) - 16 ára, 8 mán, 10 daga.
10 Andri Fannar Freysson (1992) - 16 ára, 10 mán, 29 daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner