Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   sun 23. júní 2024 15:55
Sölvi Haraldsson
Ashley Cole vill taka Bukayo Saka úr byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, Ashley Cole, vill sjá Gareth Southgate taka Bukayo Saka úr byrjunarliði enska liðsins fyrir Antony Gordon.


Cole segir að með því að taka Saka úr liðinu fær Southgate það besta úr Phil Foden.

Ég væri til í að sjá Antony Gordon spila á vinstri vængnum og Foden á hægri kantinum. Mér finnst ég sjá allt of lítið til Foden og of mikið til Saka. Ég vil að Foden sýni heiminum hversu góður hann er því við vitum það.

Hann kemur svo inn á það að hann vill sjá Foden spila með enska landsliðinu eins og hann spilar með Man City. Þá þarf einhver að víkja og hann vill sjá Bukayo Saka fara úr liðinu.

Mér finnst hann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni því hann hefur ekki spilað í sinni stöðu. Fólk hugsar kannski „en hann er heimsklassa leikmaður og á að venjast þessari stöðu.“ Það er góður punktur og ég skil hann. En hvað maður sér frá honum með Manchester City vill maður sjá í enska landsliðinu. Þá þarf hann að spila sömu stöðu og hann gerir með City.

Næsti leikur Englands er á þriðjudaginn gegn Slóvenum en það verður fróðlegt að sjá hvort Ashley Cole fái ósk sína uppfyllta.


Athugasemdir
banner
banner
banner