Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   sun 23. júní 2024 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wolves hafnar tilboðum í Kilman - Newcastle bauð leikmann í skiptum
Max Kilman.
Max Kilman.
Mynd: EPA
Elliot fagnar hér marki á síðasta undirbúningstímabili.
Elliot fagnar hér marki á síðasta undirbúningstímabili.
Mynd: Getty Images
Newcastle lagði fram tilboð nýlega í Max Kilman sem er fyrirliði Wolves. Miðvörðurinn er eftirsóttur því West Ham er einnig að reyna krækja í leikmanninn.

Wolves vill fá 40 milljónir punda fyrir Kilman en West Ham bauð 25 milljónir punda sem Úlfarnir höfnuðu.

Eddie Howe vill fá Kilman í sínar raðir og lagði Newcastle fram tilboð upp á óuppgefna upphæð og svo leikmanninn Elliot Anderson í kaupbæti. Úlfarnir höfnuðu því tilboði. Anderson er 21 árs miðjumaður sem kom við sögu í 26 leikjum á síðasta tímabili.

Kilman er samningsbundinn Wolves fram á sumarið 2028 og er Wolves ekki að leitast eftir því að selja sinn mann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner