Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham gerir tilboð í Kilman
Max Kilman.
Max Kilman.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur gert tilboð í Max Kilman, varnarmann Wolves. Það er Sky Sports sem hefur heimildir fyrir því.

Tilboðið hljóðar upp á 25 milljónir punda.

Það er talið líklegast að Wolves muni hafna tilboðinu en Úlfarnir vilja ekki selja varnarmanninn öfluga.

Julen Lopetegui, nýr stjóri West Ham, þekkir Kilman vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Úlfunum á árum áður.

Kilman er efstur á óskalista West Ham en hann er 27 ára gamall og hefur leikið með Wolves nánast allan sinn feril. Hann hefur alls spilað 151 leik fyrir félagið og skorað í þeim þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner