Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. júlí 2020 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: GG hafði betur í fjörugum sjö marka leik
Mynd: Benóný Þórhallsson
Mynd: Árborg.is
Það fóru þrír leikir fram í 4. deild í kvöld og var mikil spenna er Vatnaliljur tóku á móti GG í A-riðli.

Vatnaliljur komust þrisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik og leiddu 3-2 í leikhlé. Elvar Unndór Sveinsson jafnaði tvívegis fyrir Grindvíkinga.

Í síðari hálfleik var komið að Jóni Gesti Birgissyni sem jafnaði og gerði sigurmark GG á 69. mínútu.

GG er með níu stig eftir sex umferðir. Vatnaliljur eru með sex eftir sjö.

Afríka og Léttir áttust einnig við en úrslit úr þeirri viðureign eiga enn eftir að berast.

Í B-riðli átti Stokkseyri leik við Álafoss og vann öruggan 4-0 sigur.

Arilíus Óskarsson og Andri Einarsson skoruðu fyrstu tvö mörkin og innsigluðu Jón Jökull Þráinsson og Gunnar Sigfús Jónsson sigurinn á lokamínútunum.

Stokkseyri er með tíu stig eftir sex umferðir. Álafoss er aðeins með eitt stig.

A-riðill:
Vatnaliljur 3 - 4 GG
1-0 Oddur Tyrfingur Oddsson ('6)
1-1 Elvar Unndór Sveinsson ('19)
2-1 Victor Páll Sigurðsson ('25)
2-2 Elvar Unndór Sveinsson ('36)
3-2 Ólafur Haukur Kristinsson ('45)
3-3 Jón Gestur Ben Birgisson ('53)
3-4 Jón Gestur Ben Birgisson ('69)

Afríka - Léttir

B-riðill:
Stokkseyri 4 - 0 Álafoss
1-0 Arilíus Óskarsson ('45)
2-0 Andri Einarsson ('49)
3-0 Jón Jökull Þráinsson ('88)
4-0 Gunnar Sigfús Jónsson ('90)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner