Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 23. júlí 2020 20:27
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Dæmdu bara á seinna brotið!
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 1 - 2 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld en leikið var á Akranesi.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera að spila ágætlega. Stjörnumenn eru þéttir og erfitt að spila í gegnum þá en samt sköpuðum við okkur nokkur góð marktækifæri," bætti hann við.

Eyjólfur Héðinson kom Stjörnunni yfir með viðstöðulausu skoti á lofti og Alex Þór Hauksson bætti öðru við með skoti fyrir utan teig.

„Mörkin sem við fengum á okkur voru góð skot og allt það en samt sem áður svekkjandi að fá þau á sig og fara með 2 - 0 inn í hálfleikinn," sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst við skapa nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleiknum og Stefán Teitur fær líka gott færi. Við hefðum ekki átt að vera í svona erfiðri stöðu í hálfleik.

Skagamenn voru betri í síðari hálfleiknum og skoruðu eina markið í honum. Hvað sagði Jóhannes Karl við sína menn?

„Við ætluðum að reyna að laga stöðuna og halda áfram að þrýsta á Stjörnumennina og búa okkur til stöðu til að ógna markinu. Við gerðum það nokkuð vel og eftir að við náðum að minnka muninn fannst mér við alltaf líklegri til að setja jöfnunarmark."

Helgi Mikael Jónasson dómari leiksins beitti hagnaði þegar brotið var á Stefáni Teiti Þórðarsyni í fyrri hálfleiknum og í kjölfarið var Tryggvi Hrafn Haraldsson sparkaður niður og Helgi valdi að flauta aukaspyrnu á fyrra brotið. Jóhannes Karl brást reiður við þessu.

„Helgi er fínn dómari en ég er enn að reyna að velta fyrir mér afhverju hann dæmir ekki á seinna brotið. Einhversstaðar heyrði ég að hann hafi sagt að Tryggvi hafi hent sér niður. Hann er svo gott sem kominn framhjá varnarmanninum og er klipptur niður og aukaspyrna á vítateigslínunni. Helgi var ekki búinn að flauta á hitt, dæmir svo og velur svo að dæma á fyrra brotið. Mér fannst þetta óskiljanleg ákvörðun. Dæmdu bara á seinna brotið og áfram gakk og ekkert vesen."

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner