Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 23. júlí 2020 20:27
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Dæmdu bara á seinna brotið!
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 1 - 2 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld en leikið var á Akranesi.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera að spila ágætlega. Stjörnumenn eru þéttir og erfitt að spila í gegnum þá en samt sköpuðum við okkur nokkur góð marktækifæri," bætti hann við.

Eyjólfur Héðinson kom Stjörnunni yfir með viðstöðulausu skoti á lofti og Alex Þór Hauksson bætti öðru við með skoti fyrir utan teig.

„Mörkin sem við fengum á okkur voru góð skot og allt það en samt sem áður svekkjandi að fá þau á sig og fara með 2 - 0 inn í hálfleikinn," sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst við skapa nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleiknum og Stefán Teitur fær líka gott færi. Við hefðum ekki átt að vera í svona erfiðri stöðu í hálfleik.

Skagamenn voru betri í síðari hálfleiknum og skoruðu eina markið í honum. Hvað sagði Jóhannes Karl við sína menn?

„Við ætluðum að reyna að laga stöðuna og halda áfram að þrýsta á Stjörnumennina og búa okkur til stöðu til að ógna markinu. Við gerðum það nokkuð vel og eftir að við náðum að minnka muninn fannst mér við alltaf líklegri til að setja jöfnunarmark."

Helgi Mikael Jónasson dómari leiksins beitti hagnaði þegar brotið var á Stefáni Teiti Þórðarsyni í fyrri hálfleiknum og í kjölfarið var Tryggvi Hrafn Haraldsson sparkaður niður og Helgi valdi að flauta aukaspyrnu á fyrra brotið. Jóhannes Karl brást reiður við þessu.

„Helgi er fínn dómari en ég er enn að reyna að velta fyrir mér afhverju hann dæmir ekki á seinna brotið. Einhversstaðar heyrði ég að hann hafi sagt að Tryggvi hafi hent sér niður. Hann er svo gott sem kominn framhjá varnarmanninum og er klipptur niður og aukaspyrna á vítateigslínunni. Helgi var ekki búinn að flauta á hitt, dæmir svo og velur svo að dæma á fyrra brotið. Mér fannst þetta óskiljanleg ákvörðun. Dæmdu bara á seinna brotið og áfram gakk og ekkert vesen."

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner