Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 23. júlí 2020 20:27
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Dæmdu bara á seinna brotið!
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 1 - 2 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld en leikið var á Akranesi.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera að spila ágætlega. Stjörnumenn eru þéttir og erfitt að spila í gegnum þá en samt sköpuðum við okkur nokkur góð marktækifæri," bætti hann við.

Eyjólfur Héðinson kom Stjörnunni yfir með viðstöðulausu skoti á lofti og Alex Þór Hauksson bætti öðru við með skoti fyrir utan teig.

„Mörkin sem við fengum á okkur voru góð skot og allt það en samt sem áður svekkjandi að fá þau á sig og fara með 2 - 0 inn í hálfleikinn," sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst við skapa nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleiknum og Stefán Teitur fær líka gott færi. Við hefðum ekki átt að vera í svona erfiðri stöðu í hálfleik.

Skagamenn voru betri í síðari hálfleiknum og skoruðu eina markið í honum. Hvað sagði Jóhannes Karl við sína menn?

„Við ætluðum að reyna að laga stöðuna og halda áfram að þrýsta á Stjörnumennina og búa okkur til stöðu til að ógna markinu. Við gerðum það nokkuð vel og eftir að við náðum að minnka muninn fannst mér við alltaf líklegri til að setja jöfnunarmark."

Helgi Mikael Jónasson dómari leiksins beitti hagnaði þegar brotið var á Stefáni Teiti Þórðarsyni í fyrri hálfleiknum og í kjölfarið var Tryggvi Hrafn Haraldsson sparkaður niður og Helgi valdi að flauta aukaspyrnu á fyrra brotið. Jóhannes Karl brást reiður við þessu.

„Helgi er fínn dómari en ég er enn að reyna að velta fyrir mér afhverju hann dæmir ekki á seinna brotið. Einhversstaðar heyrði ég að hann hafi sagt að Tryggvi hafi hent sér niður. Hann er svo gott sem kominn framhjá varnarmanninum og er klipptur niður og aukaspyrna á vítateigslínunni. Helgi var ekki búinn að flauta á hitt, dæmir svo og velur svo að dæma á fyrra brotið. Mér fannst þetta óskiljanleg ákvörðun. Dæmdu bara á seinna brotið og áfram gakk og ekkert vesen."

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner