Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 23. júlí 2020 20:27
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Dæmdu bara á seinna brotið!
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 1 - 2 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld en leikið var á Akranesi.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera að spila ágætlega. Stjörnumenn eru þéttir og erfitt að spila í gegnum þá en samt sköpuðum við okkur nokkur góð marktækifæri," bætti hann við.

Eyjólfur Héðinson kom Stjörnunni yfir með viðstöðulausu skoti á lofti og Alex Þór Hauksson bætti öðru við með skoti fyrir utan teig.

„Mörkin sem við fengum á okkur voru góð skot og allt það en samt sem áður svekkjandi að fá þau á sig og fara með 2 - 0 inn í hálfleikinn," sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst við skapa nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleiknum og Stefán Teitur fær líka gott færi. Við hefðum ekki átt að vera í svona erfiðri stöðu í hálfleik.

Skagamenn voru betri í síðari hálfleiknum og skoruðu eina markið í honum. Hvað sagði Jóhannes Karl við sína menn?

„Við ætluðum að reyna að laga stöðuna og halda áfram að þrýsta á Stjörnumennina og búa okkur til stöðu til að ógna markinu. Við gerðum það nokkuð vel og eftir að við náðum að minnka muninn fannst mér við alltaf líklegri til að setja jöfnunarmark."

Helgi Mikael Jónasson dómari leiksins beitti hagnaði þegar brotið var á Stefáni Teiti Þórðarsyni í fyrri hálfleiknum og í kjölfarið var Tryggvi Hrafn Haraldsson sparkaður niður og Helgi valdi að flauta aukaspyrnu á fyrra brotið. Jóhannes Karl brást reiður við þessu.

„Helgi er fínn dómari en ég er enn að reyna að velta fyrir mér afhverju hann dæmir ekki á seinna brotið. Einhversstaðar heyrði ég að hann hafi sagt að Tryggvi hafi hent sér niður. Hann er svo gott sem kominn framhjá varnarmanninum og er klipptur niður og aukaspyrna á vítateigslínunni. Helgi var ekki búinn að flauta á hitt, dæmir svo og velur svo að dæma á fyrra brotið. Mér fannst þetta óskiljanleg ákvörðun. Dæmdu bara á seinna brotið og áfram gakk og ekkert vesen."

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir