Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   fim 23. júlí 2020 20:27
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Dæmdu bara á seinna brotið!
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 1 - 2 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld en leikið var á Akranesi.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera að spila ágætlega. Stjörnumenn eru þéttir og erfitt að spila í gegnum þá en samt sköpuðum við okkur nokkur góð marktækifæri," bætti hann við.

Eyjólfur Héðinson kom Stjörnunni yfir með viðstöðulausu skoti á lofti og Alex Þór Hauksson bætti öðru við með skoti fyrir utan teig.

„Mörkin sem við fengum á okkur voru góð skot og allt það en samt sem áður svekkjandi að fá þau á sig og fara með 2 - 0 inn í hálfleikinn," sagði Jóhannes Karl. „Mér fannst við skapa nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleiknum og Stefán Teitur fær líka gott færi. Við hefðum ekki átt að vera í svona erfiðri stöðu í hálfleik.

Skagamenn voru betri í síðari hálfleiknum og skoruðu eina markið í honum. Hvað sagði Jóhannes Karl við sína menn?

„Við ætluðum að reyna að laga stöðuna og halda áfram að þrýsta á Stjörnumennina og búa okkur til stöðu til að ógna markinu. Við gerðum það nokkuð vel og eftir að við náðum að minnka muninn fannst mér við alltaf líklegri til að setja jöfnunarmark."

Helgi Mikael Jónasson dómari leiksins beitti hagnaði þegar brotið var á Stefáni Teiti Þórðarsyni í fyrri hálfleiknum og í kjölfarið var Tryggvi Hrafn Haraldsson sparkaður niður og Helgi valdi að flauta aukaspyrnu á fyrra brotið. Jóhannes Karl brást reiður við þessu.

„Helgi er fínn dómari en ég er enn að reyna að velta fyrir mér afhverju hann dæmir ekki á seinna brotið. Einhversstaðar heyrði ég að hann hafi sagt að Tryggvi hafi hent sér niður. Hann er svo gott sem kominn framhjá varnarmanninum og er klipptur niður og aukaspyrna á vítateigslínunni. Helgi var ekki búinn að flauta á hitt, dæmir svo og velur svo að dæma á fyrra brotið. Mér fannst þetta óskiljanleg ákvörðun. Dæmdu bara á seinna brotið og áfram gakk og ekkert vesen."

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner