Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 23. júlí 2021 10:18
Elvar Geir Magnússon
Þeir launahæstu ef Kane skrifar undir hjá Man City
The Sun segir að Harry Kane sé að fara til Manchester City fyrir 160 milljónir punda. Samkvæmt frétt götublaðsins mun Harry Kane fá 400 þúsund pund í vikulaun og þar með verða launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Kevin De Bruyne hjá Manchester City er nú sá launahæsti í deildinni og Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) og Jadon Sancho (Manchester United) koma þar á eftir.

Ef Kane yfirgefur Tottenham og skrifar undir hjá Manchester City verður listinn svona yfir þá launahæstu í ensku úrvalsdeildinni:

1. Harry Kane - £400,000
2. Kevin De Bruyne - £385,000
3. Pierre-Emerick Aubameyang - £350,000
3. Jadon Sancho - £350,000
5. Kai Havertz - £310,000
6. Raheem Sterling - £300,000
7. Paul Pogba - £290,000
8. Timo Werner - £270,000
9. Edinson Cavani - £250,000
9. Anthony Martial - £250,000
Athugasemdir
banner