Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. júlí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Æskudraumur Zinchenko rættist - „Get ekki beðið eftir því að spila fyrir félagið"
Oleksandr Zinchenko á æfingu með Arsenal
Oleksandr Zinchenko á æfingu með Arsenal
Mynd: Getty Images
Draumur úkraínska landsliðsmannsins Oleksandr Zinchenko var alltaf að spila fyrir Arsenal en þetta segir hann í viðtali við heimasíðu félagsins.

Arsenal gekk í gær frá kaupum á Zinchenko en hann var keyptur frá Manchester City fyrir 32 milljónir punda.

Zinchenko skrifaði undir fjögurra ára samning og segir hann að æskudraumur hans var að spila fyrir Arsenal.

„Ég vil segja að þetta er æskudraumur sem er að rætast því ég var mikill stuðningsmaður Arsenal þegar ég var lítill strákur," sagði Zinchenko á heimasíðu félagsins.

„Ég naut þess virkilega að horfa á Arsenal spila þegar Thierry Henry og Cesc Fabregas voru að spila hérna. Ég byrjaði að elska félagið, þannig ég er rosalega spenntur og get ekki beðið eftir að spila fyrir liðið."

„Þetta er ótrúlegt og eins og ég sagði þá er þetta draumur að rætast því þegar ég var lítill strákur þá gat mig ekki einu sinni dreymt um að spila hérna, en núna er komið að því. Ég er í skýjunum með þetta,"
sagði Zinchenko.
Athugasemdir
banner
banner