Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kabak gerir fjögurra ára samning við Hoffenheim (Staðfest)
Mynd: EPA
Tyrkneski miðvörðurinn Ozan Kabak hefur gert fjögurra ára samning við Hoffenheim sem leikur í efstu deild í Þýskalandi. Hann kemur frá Schalke.

Kabak lék tvö tímabil á Englandi á láni, fyrst hjá Liverpool og svo hjá Norwich.

Þessi 22 ára gamli miðvörður þótti gríðarlegt efni en hann var ekki tilbúinn að taka slaginn með Schalke í næst efstu deild í Þýskalandi svo hann gekk til liðs við Liverpool.

Hann náði ekki að sanna sig á Englandi er nú mættur aftur í efstu deild í Þýskalandi. Hoffenheim hafnaði í 9. sæti á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner