Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Suarez og Clauss til Marseille (Staðfest) - Tíu leikmenn komnir
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Franska félagið Marseille ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð og er búið að krækja í tíu leikmenn í sumar.


Luis Suarez og Jonathan Clauss voru að bætast við listann en Suarez kemur úr röðum Granada þar sem hann skoraði 8 mörk og lagði upp 4 er liðið féll á síðustu leiktíð.

Suarez er 24 ára gamall Kólumbíumaður með fjóra A-landsleiki að baki. Marseille borgar 10 milljónir evra fyrir hann.

Clauss er hægri vængbakvörður sem hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Frakkland á þessu ári. Hann er 29 ára gamall og átti frábært tímabil með Lens á síðustu leiktíð.

Hann vakti meðal annars áhuga frá Manchester United en Marseille endaði á að festa kaup á honum fyrir 8 milljónir evra.

Marseille er einnig búið að kaupa Cengiz Ünder frá Roma eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Sömu sögu má segja um Pau Lopez, Arkadiusz Milik og Matteo Guendouzi sem koma fyrir rétt rúmlega 10 milljónir á haus frá Roma, Napoli og Arsenal.

Þar að auki er Marseille sagt hafa haft betur í kapphlaupi við Manchester City um varnarmanninn Isaak Toure. Þá er Chancel Mbemba, sem enginn veit hvað er gamall, kominn til félagsins á frjálsri sölu.

Ruben Blanco kemur á láni frá Celta og mun berjast við Paul Lopez um markmannsstöðuna og að lokum er miðvörðurinn Samuel Gigot kominn frá Spartak Moskvu eftir að hafa verið á láni í Frakklandi í vor.


Athugasemdir
banner
banner