Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hlynur verður hjá Þrótti R. næstu árin
Lengjudeildin
Mynd: Þróttur R.
Það voru frábærar fregnir að berast úr herbúðum Þróttar R. sem leikur í Lengjudeild karla og stefnir aftur upp í efstu deild sem fyrst.

Þróttarar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og eru með fjóra sigra í röð í deildinni en hinn bráðefnilegi Hlynur Þórhallsson á sinn þátt í þessari velgengni.

Hlynur, sem er fæddur 2005, þykir vera frábær varnarmaður og hefur fengið mikla athygli fyrir að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.

Hlynur er uppalinn Þróttari og hefur alla tíð leikið fyrir félagið. Hann er kominn með tvö mörk í 13 deildarleikjum á tímabilinu, spilandi sem varnarmaður, auk þess að hafa nokkrum sinnum verið útnefndur sem besti maður leiksins í ár.

Kristján Kristjánsson, formaður fótboltadeildar Þróttar, er gríðarlega ánægður með Hllyn og hans framlag til félagsins. Hann vonast til að halda Hlyni og eldri bróður hans, Nirði Þórhallssyni, innan raða Þróttar sem lengst.

Nýr samningur Hlyns gildir út árið 2026, eða í tvö og hálft ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner