Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 23. ágúst 2019 22:22
Mist Rúnarsdóttir
Lauren Wade: Hefði tekið þessu fyrir tímabilið
Kvenaboltinn
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Mynd: Raggi Óla
„Tilfinningin er frábær. Við settum okkur markmið. Fyrsta markmið er að vinna okkur upp um deild og það næsta er að vinna deildina. Í kvöld ætlum við samt bara að njóta þess að hafa tryggt okkur sæti í efstu deild.“ sagði Lauren Wade framherji Þróttar þegar ljóst var að Þróttur hefði tryggt sér sæti í Pepsi-Max deildinni næsta sumar.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Þróttarar áttu erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sýndu mátt sinn og megin í kvöld og kláruðu síðari hálfleik sannfærandi. Komu Þróttarar stressaðar til leiks?

„Það er gott að finna aðeins fyrir taugunum. Þær spiluðu vel á móti okkur í fyrri hálfleik og voru þéttar. Við vorum hinsvegar stórkostlegar í seinni hálfleiknum. Spiluðum okkar bolta vel og hratt,“ sagði Lauren sem hefur verið frábær í sumar. Hún er þriðja markahæst með 14 mörk og hefur auk þess lagt upp helling fyrir liðsfélagana.

„Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu fyrir tímabilið þá hefði ég tekið því,“ sagði Lauren um eigin frammistöðu og bætti við:

„Ég hef notið þess að spila hérna. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og taka vel á móti mér.“

Framherjinn öflugi er enn ekki farin að hugsa um næstu skref á ferlinum en er opin fyrir því að leika áfram með Þrótti.

„Ég er ekkert farin að velta því fyrir mér. Nú erum við bara að einbeita okkur að þessu fótboltasumri. Það er samt klárlega eitthvað til að hugsa um.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Lauren í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner