Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 23. ágúst 2019 22:22
Mist Rúnarsdóttir
Lauren Wade: Hefði tekið þessu fyrir tímabilið
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Mynd: Raggi Óla
„Tilfinningin er frábær. Við settum okkur markmið. Fyrsta markmið er að vinna okkur upp um deild og það næsta er að vinna deildina. Í kvöld ætlum við samt bara að njóta þess að hafa tryggt okkur sæti í efstu deild.“ sagði Lauren Wade framherji Þróttar þegar ljóst var að Þróttur hefði tryggt sér sæti í Pepsi-Max deildinni næsta sumar.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Þróttarar áttu erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sýndu mátt sinn og megin í kvöld og kláruðu síðari hálfleik sannfærandi. Komu Þróttarar stressaðar til leiks?

„Það er gott að finna aðeins fyrir taugunum. Þær spiluðu vel á móti okkur í fyrri hálfleik og voru þéttar. Við vorum hinsvegar stórkostlegar í seinni hálfleiknum. Spiluðum okkar bolta vel og hratt,“ sagði Lauren sem hefur verið frábær í sumar. Hún er þriðja markahæst með 14 mörk og hefur auk þess lagt upp helling fyrir liðsfélagana.

„Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu fyrir tímabilið þá hefði ég tekið því,“ sagði Lauren um eigin frammistöðu og bætti við:

„Ég hef notið þess að spila hérna. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og taka vel á móti mér.“

Framherjinn öflugi er enn ekki farin að hugsa um næstu skref á ferlinum en er opin fyrir því að leika áfram með Þrótti.

„Ég er ekkert farin að velta því fyrir mér. Nú erum við bara að einbeita okkur að þessu fótboltasumri. Það er samt klárlega eitthvað til að hugsa um.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Lauren í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner